Tilkynningar

Nýtt áætlunarár 2021 – Opnað hefur verið á viðfangalíkanið

Til notenda Akra – Áætlanakerfi ríkisaðila   Það er kominn þessi tími ársins að við erum að hefja gerð rekstraráætlana fyrir árið 2021. Tafir hafa orðið á opnun Akra kerfisins vegna þess að forritunaraðilinn, Capacent, hætti starfsemi og einhvern tíma tók að fá annan aðila að verkinu. Tímalína við áætlanagerðina hefur því aðeins færst til. …

Áætlanagerð

Áætlanagerð í AKRA kerfinu

Tengingar í Akra áætlanakerfið,  smellið á hlekkina hér að neðan til að opna Akra kerfið.  Setja þarf inn notandanafn og lykilorð, sem fengið er frá Fjársýslunni. Smella hér til að opna áætlanakerfi  

Kennsla

Kennsluefni fyrir Akra notendur.

Kennsluefnið samanstendur af stuttum myndböndum og einnig textaskjölum sem hægt er að prenta út til minnis varðandi mismunandi þætti kerfisins. Hér er hægt að skoða kynningu á tímalínu við áætlun og flæði gagna við áætlanagerð.

Grunnupplýsingar varðandi virkni kerfisins

Kerfið er smíðað í IBM Planning Analytics, stundum kallað TM1 eða Cognos.  Kerfið virkar ekki ósvipað og Excel þ.e. sett upp í flipum með töflum og reitum, en er þó með aðeins öðruvísi virkni.  Hér er kynning á helstu tökkum, hugtökum og flýtileiðum við að setja inn tölur í kerfinu.

Stóra myndin

Þeir sem sjá um rekstraráætlanir munu fá notandanafn og aðgangsorð frá Fjársýslunni.  Úthlutanir notandanafna fer fram hjá viðkomandi ráðuneytum. Fyrsta skrefið við áætlanagerðina er að velja tegund áætlunar þ.e. hvort nota eigi einfalt eða ítarlegt líkan, og áætlunarviðföng.  Það er gert í viðfangalíkaninu, og því þarf að vera lokið áður en áætlunin fer fram.  Ef ekkert er valið, þá er ítarlega líkanið notað. Viðkomandi áætlanalíkan er því næst valið og áætlunin sett inn í einfalda eða ítarlega líkanið.  Nánari útlistun á því hvernig áætlunin er sett saman er hér að neðan, en rauntölur viðkomandi ríkisaðila eiga að liggja fyrir í líkaninu þegar það er opnað. Síðasta skrefið er að skila rekstraráætluninni til ráðuneytis .

1) Viðfangalíkan – Val á Einföldu eða ítarlegu líkani

Grunnatriði við áætlanagerð 1) Opna þarf viðfangalíkanið og velja m.a. hvort áætla á með einfalda eða ítarlega áætlunarlíkaninu. 2) Opna þarf áætlunarlíkanið sem valið var í 1) og gera rekstraráætlun 3) Skila þarf áætluninni til ráðuneytis

.

Upphafspunkturinn í áætlanagerðinni er viðfangalíkanið. Ríkisaðilar þurfa að byrja á því að fara í viðfangalíkanið og velja hvort einfalt eða ítarlegt líkan, og einnig er hægt yfirfara viðföngin. Hægt er að velja að sleppa viðföngum sem ekki á að nota (til að fækka línum á skjánum) og einnig er hægt að grúppa saman viðföng undir nafni, þannig að t.d. öll viðföng undir einni deild séu grúppuð saman í summutölur. Nánar um viðfangalíkanið hér.

2. Áætlanalíkan

Áætlanalíkanið er notað til að smíða rekstraráætlun næsta árs.  Nánari upplýsingar, myndbönd og kennsluefni er að finna hér.  

Um okkur

Síðan er í umsjón Fjársýslu ríkisins.