Áætlanalíkan

Áætlanalíkanið sem valið var í viðfangalíkaninu er notað við áætlanagerðina.  Hvort sem valið var einfalt eða ítarlegt líkan, þá eiga þau margt sameiginlegt.  Fliparnir í módelinu (sjá hér að neðan) eru ofarlega á skjánum og er raðað eftir þeirri röð sem best er að vinna áætlunina.

Flipinn “Stjórnborð” hefur að geyma upplýsingar um helstu skref við gerð áætlunar og hvernig aðrir flipar virka og hvaða tölur þeir hafa að geyma.   Einnig er þar lýsing á aðgerðum tengdar áætluninni, svo sem hvernig afrita á tölur milli útkomuspár og rekstraráætlunar.

Flipinn “Niðurstaða” sýnir tölur úr rekstraráætluninni, sem uppfærast eftir því sem tölur eru settar í áætlunina.

Flipinn “Útkomuspá” er uppsetning á rekstraráætlun (eða útkomuspá) fyrir núverandi ár.  Þar eru rauntölur fyrir núverandi rekstrarár eftir mánuðum fyrir þá mánuði sem liðnir eru, og þeir mánuðir sem ekki eru liðnir hafa að geyma tölur úr rekstraráætlun þessa árs frá viðkomandi ríkisaðila.  Áður en byrjað er að áætla fyrir næsta rekstrarár er ágætt að vera búinn með útkomuspá þessa árs til samanburðar.

Flipinn “Rekstraráætlun” er ætlaður fyrir rekstraráætlun næsta árs.  Í upphafi eru engar tölur þar inni.  Hægt er að áætla þar beint inn, en flestir velja að afrita útkomuspá yfir í rekstraráætlun til að fá tölur á alla viðeigandi lykla, og breyta svo gögnunum eftir því sem við á.

Afritunin úr “Útkomuspá” yfir í “Rekstraráætlun” er gerð með því að fara í fyrsta flipann (“Stjórnborð”) og smella þar á textann “Smelltu á þessa slóð ef þú villt keyra útkomuspá 2018 yfir í áætlun 2019” fyrir miðjum flipa.

Hér er spilunarlisti með leiðbeiningum fyrir áætlunargerðina.  Við mælum sterklega með því að byrjað sé á að horfa á myndböndin.  Reglulega er bætt við myndböndum á spilunarlistann.

2. A) Einfalt líkan

Í einfalda líkaninu eru tekjur og rekstrarkostnaður einfaldlega áætluð beint á tegundalykla en í ítarlega líkaninu bætast við möguleikar til nákvæmari áætlanagerðar s.s. að áætla launakostnað fyrir einstaka starfsmenn og/eða hópa.

2. B) Ítarlegt líkan

Ítarlega líkanið er með fleiri flipum og aðgerðum en einfalda líkanið.  Kennsluefninu hefur því verið brotið niður í nokkra þætti.

Launahlutinn skiptist í þrjá þætti :
– “Launaforsendur” sem inniheldur lista yfir starfsmenn og laun þeirra, hægt er að bæta nýjum starfsmönnum við með því að velja nýja línu og slá inn nafn og forsendur viðkomandi starfsmanns.
– “Launalisti (per mánuð)” sem er laun starfsmanna brotið niður á mánuði. Þarna er því hægt að breyta einstaka mánuðum fyrir einstaka starfsmenn. Ef áætla á á marga starfsmenn sem hóp, er hægt að velja starfsmann og breyta starfshlutfallinu yfir 100%. Þarna er einnig hægt að sjá meiri upplýsingar um innlesna starfsmenn en hægt er að sjá undir “launaforsendur” flipanum
– “Kjarasamningar – Óreglulegt” þarna er verið að taka saman heildargreiðslur allra, og hægt að sjá heildar orlof og launatengd gjöld, ásamt stöðugildum ofl. og svo er hægt að bæta inn einstaka greiðslum s.s. fyrir sumarstarfsmenn.

Launalistinn fer eftir starfsmannanúmerum, en ekki nafni. Hægt er að finna starfsmannanúmerin í Launaforsendur listanum.

Hér að ofan er verið að vísa í starfsmann 1 úr launaforsendur, til að velja annan starfsmann þarf að fella niður listann og velja annað númer.