Viðfangalíkanið

Áætlanakerfið skiptist í tvær tegundir af módelum.  Annarsvegar er hægt að nota einfalt módel og hinsvegar ítarlegt módel. Velja þarf tegund módels áður en áætlunin sjálf fer fram.

Hér er stutt kynning á helstu þáttum viðfangalíkansins.

Í einfalda líkaninu eru tekjur og rekstrarkostnaður einfaldlega áætluð beint á tegundalykla en í ítarlega líkaninu bætast við möguleikar til nákvæmari áætlanagerðar s.s. að áætla launakostnað fyrir einstaka starfsmenn og/eða hópa. Bæði líkönin eru beintengd við Brúarlíkan sem skilar sambærilegum niðurstöðum til ráðuneyta og yfir í ORRA.  Taflan hér að neðan dregur fram muninn á þessum tveimur líkönum:

Tegund áætlunar Einfalt líkan Ítarlegt líkan
Áætlað á viðföng Ákveðið í viðfangalíkani Ákveðið í viðfangalíkani
Útkomuspá og áætlun beint á tegundalykla og mánuði Já, allt áætlað beint á lykla nema afskriftir Já, hægt að áætla beint á lykla en sumir liðir reiknaðir og sóttir s.s. laun og ferðakostnaður
Óbókuð eignakaup Fyrir eignaflokka Fyrir eignaflokka
Fjárfestingar Fyrir eignaflokka Fyrir einstakar fjárfestingar með skýringum og vali á fjármögnun
Afskriftir Reiknað en líka hægt að áætla beint á lykla Reiknað en líka hægt að áætla beint á lykla
Erlendur ferðakostnaður og dagpeningar Áætlað beint á lykla Valkvætt að áætla einstakar ferðir en líka hægt að áætla beint á lykla
Launakostnaður Áætlað beint á lykla Ítarleg launaáætlun niður á einstaka starfsmenn sem byggir á valinni launakeyrslu + hægt að áætla laun fyrir nýja starfsmenn og hópa
Breytingar á orlofsskuldbindingu Áætlað beint á lykla Reiknað sjálfvirkt í líkaninu en hægt að áætla beint á lykla
Niðurstöður áætlunar Skilar niðurstöðum og hagrænni skiptingu til ráðuneyta + áætlun á tegundalykla í ORRA Skilar niðurstöðum og hagrænni skiptingu til ráðuneyta + áætlun á tegundalykla í ORRA

Hér er myndband sem útskýrir viðfangamódelið ásamt öðru myndbandi hér sem útskýrir muninn á einfalda og ítarlega líkaninu.

Hægt er að grúppa viðföng eftir t.d. deildum eða verkefnum í viðfangamódelinu sem nýtist í rekstraráætluninni sjálfri.  Hægt er að sjá hvernig grúppurnar virka með því að opna excel skjal hér.