Nýtt áætlunarár 2021 – Opnað hefur verið á viðfangalíkanið

Til notenda Akra – Áætlanakerfi ríkisaðila

 

Það er kominn þessi tími ársins að við erum að hefja gerð rekstraráætlana fyrir árið 2021.

Tafir hafa orðið á opnun Akra kerfisins vegna þess að forritunaraðilinn, Capacent, hætti starfsemi og einhvern tíma tók að fá annan aðila að verkinu. Tímalína við áætlanagerðina hefur því aðeins færst til.

 

Komið er nýtt útlit á Akra, og búið er að einfalda kerfið og bæta.  Commit og submit hnapparnir eru t.a.m. horfnir, orlofsskuldbindingin er einfölduð, og ekki mun þurfa að hoppa yfir í annað líkan til að skila áætlun svo einhver dæmi séu nefnd.

 

Eins og áður þá er fyrsta skrefið í áætlunarferlinu að fara yfir bókunarviðföngin sem nota á við áætlanagerðina.

  • Hægt er að fækka viðföngum sem áætlað er á með því að setja „N“ í viðeigandi dálk um hvort áætla eigi á viðkomandi viðfang. Kerfið setur sjálfvalið gildi „N“ á þau viðföng sem ekki eru með rauntölur.
  • Hægt er að færa rauntölurnar af viðföngum sem ekki á að áætla á, á annað viðfang, með því að setja viðfangið sem taka á við rauntölum í viðeigandi dálk.  Þetta er oft gert ef hlutfallslega lágar upphæðir eru að rata inná viðfang, og því einfaldara að sleppa því viðfangi við áætlanagerðina, en taka samt tölurnar með þannig að þær fara á annað viðfang.
  • Hægt er að setja upp þrjár millisummur, sem eru einskonar yfirviðfang eða grúppun á viðföngum.  Grúppun með millisummum gerir það að verkum að hægt er að sjá summu viðkomandi viðfanga saman, t.d. öll viðföng tengd staðsetningu eða viðskiptaeiningu.
  • Nýtt í ár, er að hægt er að skoða hvernig grúppunin með millisummum lítur út á skjánum, sem ætti að einfalda val á millisummum. Prufið endilega að setja inn millisummur og hvernig það kemur út á skjánum.
  • Eini dálkurinn sem ekki skýrir sig sjálfur er „Númer í ORRA (valkvætt)“, þarna er hægt að setja viðfang í Orra sem notað er við innlestur í Orra. Mjög sjaldgæft er að nota þennan dálk, en ef stofnun er t.d. færð á milli ráðuneyta er t.d. stofnun 08-201 í ár en verður 07-821 á næsta ári, þá er hægt að koma áætluninni á 07-821 þó svo áætlunin sé unnin á 08-201.

 

Til að opna áætlunina er farið inná slóðina

https://plan.akra.is/

og innskráð með Orra notandanafni ykkar og lykilorðinu sem þið fenguð sent fyrir Akra.

Svo er valin flísin, eða mappan „2021 Rekstraráætlun“ og þarnæst er líkanið „Val líkana & viðfanga“ valið (opnað).

 

Verið er að uppfæra myndböndin á YouTube, en hægt að skoða myndbönd um Nýtt útlit Akra og Viðfangalíkanið sjálft þar.  Einnig er hægt að fara inná myndböndin og líkönin gegnum www.akra.is

 

 

Í stuttu máli, búið er opna Akra kerfið og áætlunarferlið því hafið.

  • Vinsamlegast byrjið á að opna viðfangalíkanið („Val líkana og viðfanga“) fara yfir bókunarviðföngin og setjið upp millisummur ef þið hafið áhuga á að hafa slíkt.
  • Viðfangalíkaninu verður lokað 24/9 þ.e. eftir viku, svo hægt sé að byggja upp rekstraráætlanalíkönin
  • Stefnt er á að rekstraráætlunarlíkönin sjálf verði opnuð 5.10 nk.

 

Við munum senda ykkur frekari pósta og leiðbeiningar þegar þar að kemur.